Færsluflokkur: Bloggar
11.7.2007 | 20:07
Þjóðarmorðið í Srebrenica
Þjóðarmorðin sem Serbar frömdu á Bosníumönnum í Srebrenica í júlí 1995 standa manni einhvern veginn nærri jafnvel þó svo maður hafi verið hér á klakanum á þessum tíma. Maður fékk daglega fréttir af stríðinu þarna og þó svo að sannleikurinn um þennan harmleik kæmi ekki fram fyrr en seinna, þá lá eitthvað í loftinu.
Minnisvarðarnir í Srebrenica eru ekki síður til minningar um máttleysi Sameinuðu þjóðanna og hreðjatök þau sem Bandaríkin hafa á yfirstjórn þeirra.
Það er ekkert gagn í SÞ og Evrópusambandinu meðan svona hlutir eru látnir óáreittir.
465 manns jarðsettir í Srebrenica | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 19:54
Njálsgata er ekki í Neðar-Breiðholti
Ég heyrði reyndar í útvarpinu áðan að borgarstjóri hefði beðið íbúa á Njálsgötu og nágrenni afsökunnar á því hvernig hefði verið staðið að málinu. Hann er meiri maður fyrir vikið.
Hins vegar virðast embættismenn ráða alfarið för í skipulagsmálum og borgarstjóri lítið koma þar nærri nema til þess að skrifa undir. Flest allt það sem er gert hér í höfuðborginni í eldri hverfum er gert án samráðs við íbúa. Virðist alveg vera gleymt að þetta fólk er í vinnu fyrir okkur borgarbúa, ekki öfugt.
Íbúar Njálsgötu segja ástandið ekki gott fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2007 | 13:36
Nema hvað !
Bob Dylan með besta reiðiástarsönginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2007 | 10:52
Fjárglæframaður að kjötkötlunum
Burtséð frá jafnréttissjónarmiðum, fannst virkilega enginn hæfari einstaklingur í útungunarstöð Samfó ?? Mér er slétt sama hvort þessi aðili er karl eða kvenkyns en ég vil ekki sjá að fjárglæframaður af þessari stærðargráðu komist með puttana í sjóði ríkisins. Hrannar hefur sem kunnugt er röð gjaldþrota á bakinu þar sem líklegt er að tugmilljónir hafi tapast.
Mér finnst heilagri Jóhönnu ekki siðferðislega stætt á að ráða þennan mann sér til aðstoðar.
Hrannar Björn aðstoðarmaður Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2007 | 12:24
You got to know your limitations
Bað um að gista í fangageymslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2007 | 12:22
Ljótleikakeppni
Þessi smáhundakvikindi eru nú almennt ljót en þessi slær allt út !
En hvernig er það, erskárra að keppa í ljótleika en sætheitum ? Hvað finnst hundafólki um svona keppni ?
Ljótasti hundur heims krýndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2007 | 12:16
Femínistar og íslam
Merkilegt hvað margt er sameiginlegt með öfga femínistum og öfga íslamistum.
Báðar fylkingar troða eigin skilgreiningum á siðferði upp á aðra og stjórna hugsunum og athöfnum fólks með ofbeldisfullum rétthugsunar/rétttrúar yfirgangi.
Íslamskir námsmenn rændu konum í vændishúsi í Pakistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 11:39
Kynferðisofbeldi !
Þvílíkur viðbjóður !
Hvar er íranska kvennaathvarfið ? Eða Stígamót ??
Fá þessar aumingjans konur ekki örugglega áfallahjálp, endurhæfingu og frítt árgjald í femínistafélagið ?
Fyrrum Íransforseti sakaður um að snerta konur á almannafæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 16:17
Hótanir Jóhönnu
Nú hótar heilög Jóhanna. Hvað ætlar hún að gera í næstu kjarasamningum, vera með sérstakan kvenntaxta fyrir kvenkyns ríkisstarfsmönnum ? Eiga karlkyns ríkisstarfsmenn að fara að leita sér að vinnu í einkageiranum ?
Heimskulegt ...
Félagsmálaráðherra útilokar ekki kynjakvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2007 | 10:14
Hættum þessu rugli og snúum okkur að handbolta
Nú er nóg komið ! Leggum þetta auma landslið niður og eyðum peningunum í annað. Knattspyrna, og þá aðallega efri flokkar karla, er það sem meirihluti fjármagns vegna íþróttaiðkunnar fer í. Hver er svo árangurinn ? Við erum nú í 97. sæti styrkleikalista Fifa en með þessu áframhaldi stefnir í að við förum að keppa um sæti við Swasíland, Kirgistan og Túrkmenistan.
Þetta er ekki einu sinni fyndið lengur.
Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)