Færsluflokkur: Bloggar

Er þetta ekki grín ?

Ekki nóg með að Imba tæki versta kost í samgönguráðherrastólinn heldur ætlar sá nú að ráða sér Marshall til aðstoðar .  Er svo Johnsen frátekinn í vegamálastjórann ?
mbl.is Róbert Marshall verður aðstoðarmaður samgönguráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ítölsk stemming

Einhvern veginn koma þessi tíðindi lítið á óvart.  Vinnubúðir ítölsku þrælapískarana eru enginn sælustaður nema í augum verkkaupans, Landsvirkjunnar.

Enda væri ekki hægt að reka jafn viðamiklar þrælabúðir sem þessar nema með fulltyngi þessa fjársterka ríkisfyrirtækis.


mbl.is Segir Portúgala hafa sætt slæmri meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógeðslegir stubbar

Mér er slétt sama hvort þetta fjólubláa kvikindi er gagn-, sam- eða sjálfkynhneigt, þessir þættir eru ógeð og móðgun við alla eldri en 6 mánaða.  Ótrúlegt að þessi heiladrepandi viðbjóður skuli hafa fengist sýndur, hvað þá á BBC.
mbl.is Umboðsmaður barna í Póllandi dregur ummæli sín um Stubbana tilbaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprækur norsari

Eins gott að nojarinn var þarna staddur, ekki hefði ég boðið í það ef Össur hefði flatmagað þarna á sundlaugarbakkanum !


mbl.is Norskur ráðherra bjargaði lífi barns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýsingatækni eflis

Fjölgun fyrirtækja í upplýsingatækni og mikil fjölgun starfa í greininni er staðreynd.  Hins vegar er hvorugt stjórnvöldum að þakka.

Þessi grein hefur aldrei átt upp á pallborðið hjá íslenskum pólitíkusum þar sem þetta er hvorki landbúnaður né sjávarútvegur. 

Og meira að segja ekki stóriðja.

Nærsýnir alþingismenn skilja ekki út á hvað nútíma upplýsingatækni gengur og hafa því misst af fjölda tækifæra til þess að efla greinina og fá hingað verkefni erlendis frá.

Bankarnir þurfa á öflugri upplýsingatækni að halda og skilja því mikilvægið.  Stjórnmálamenn virðast reyndar upp til hópa ekki heldur skilja hvað bankarnir eru að gera þannig að það er trúlega ekki von á neinu úr þeirri átt.


mbl.is Fyrirtækjum í upplýsingatækni fjölgar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óli í speng

Nú hefur Óli vaknað í morgun við pólitískan draum.  Í dag er hann ekki bara forseti heldur kóngur, æðstistrumpur og ritari miðstjórnar.  Draumur í dós.

Kallinn getur auðvitað ekki hamið sitt andlýðræðislega eðli og reynir nú að skipta sér af stjórnarmyndun.

Hann hlýtur samt að vilja Baugsstjórn, er hann ekki sjálfur Baugsgrís ?


mbl.is Geir gengur á fund Ólafs Ragnars á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atkins

Dæma þessa fávita til að vera á Atkinskúrnum það sem þau eiga eftir ólifað. 


mbl.is Par dæmt fyrir að drepa barn sitt úr næringarskorti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Bessastöðum

Ring .. ring .. Íslenskt símanúmer, tökum íslenska svarið á þetta.

 

“Hallóóó, Ólafur Ragnar hér”.  “Óli, blessaður.  Steini hérna”.  Ó fokk ..

 

“Hvað er að frétta ?  Ertu orðinn hress kallinn ?  Tilbúinn í slaginn ??“. 

Æ ekki eitt svona símatal í viðbót.  Skallinn orðinn ofvirkur strax og klukkan ekki orðin níu.  Örugglega búinn að hlaupa og sturta í sig þessu rótsterka kaffieitri.

“Jú, maður er allur að koma til, þarf nú meira en smá feilpúst til að slá mig út af laginu”.  “Gott, gott.  Eru menn þá tilbúnir í kosningaslaginn á laugardag ?”

“Jaaaa, það er nú ekki mikill slagur hjá okkur Dorrit, við þurfum að mæta í einhverja kokteila og svona  en annars verður þetta rólegt, annað en hjá þér Steini minn”.

 “Já að verður gaman hjá okkur Vinstrihreyfingugrænuframboði.  Við sjáum fram á stórsigur !”

Fokk hvað þetta nafn fer í taugarnar á mér.  Af hverju getur maðurinn ekki bara kallað þetta Vinsrihreyfinguna ?

“Þið kíkið nú í kosningakaffi til okkar í vinstirhreyfingunnigrænuframboði er það ekki ?”

“Ehhh, jaaa kannski ef tími gefst.” 

Sénsinn að ég láti sjá mig, ætla ekki að láta eitra fyrir mér aftur með þessum viðbjóði sem þú ert með á könnunni.  Kallinn er örugglega enn að klára gamlar birgðir af Ríókaffi úr þrotabúi Alþýðubandalagsins.

 

“Ég má reikna með símtali frá þér á sunnudagsmorgunn er það ekki ?”

“Sjáum til, sjáum til.  Bíðum nú fyrst eftir atkvæðatalningunni”

“En þú hringir að sjálfsögðu ekki í Geir, þeir tapa þessum kosningum hvernig sem fer.”

“Heyrðu Steini minn, hún Dorrit er eitthvað að kalla, ég þarf að fara að sinna henni.”

“Já, skilaðu kveðju til hennar.  Og segðu henni að kjósa rétt”.

“Geri það, vertu blessaður”.

 

Hehe, best að vera ekkert að segja honum að Dorrit ætli að kjósa Ómar, henni finnst hann svo fyndinn.


Er hún ekki að grínast ?

Framsóknarflokkurinn hefur setið við kjötkatlana í mörg ár án þess að hafa "stuðning frá þjóðinni".  Framsóknarmönnum er auðvitað slétt saman hvort 2 eða 20000 manns kjósa þá, við stjórnvölinn skulu þeir standa.

Hvað eru aftur margir kjósendur í Reykjavík að baki þessum eina manni Framsóknar í borgarstjórn ?


mbl.is Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sígaunaharmonikkur

Ég er manna fegnastur að losna við þetta harmonikkugaul ! 

Hells Angels, Bandidos, allt annað en þessa harmónikuýlfrandi betlisígauna.  Ef þið vilja vera hér þá vinsamlegast setjist að í Alþjóðahúsinu eða höfuðstöðvum VG og gaulið þar á gatslitnar harmónikurnar !


mbl.is Helmingur Rúmenahópsins kom til Íslands í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband