Færsluflokkur: Bloggar
21.8.2007 | 16:31
Misrétti í jafnréttisráðinu
Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna það er í lagi að mismuna kynjunum í jafnréttisráðum en ekki t.d. í stjórnum fyrirtækja ?
Er þetta eitthvað tvöfalt jafnréttiskerfi sem hefur gleymst að segja mér frá ?
Hvernig á maður að taka þessa "jafnréttisforkólfa" hátíðlega þegar ráðherra jafnréttismála ástundar kynjamisrétti með svo augljósum hætti ?
Jafnrétti - ekki bara fyrir konur !!
Nýtt jafnréttisráð skipað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 11:44
Vilja þeir ekki líka einkaleyfi á Árna ?
Hvaða rugl er þetta ? Þeir mega eiga þetta húkkaraball enda fremur sérstætt orð.
Ég botna nú ekki í því hvernig þeim dettur í hug að fara fram á einkaleyfi á orðinu brekkusöngur. Eins og það sé hvergi annars staðar sungið í brekkum !
Og að ætla að reyna að fá einkaleyfi á þjóðhátíð ! Það er nú bara rakinn dónaskapur ...
Eyjamenn þeir einu sem mega halda Húkkaraball | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2007 | 09:53
Styrkir Byggðastofnunnar
Ekki kemur á óvart að "dregið hafi úr hagnaði" Byggðastofnunnar.
Byggðastofnun er, og hefur alltaf verið, styrkjabatterý sem oftast lánar til framkvæmda sem fyrirfram er ljóst að muni aldrei standa undir sér.
Þetta er það sem kallað er "opinbert leyndarmál" ...
Verulega dregur úr hagnaði Byggðastofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 09:47
Undarlegt
Hvers vegna fór hún ekki í vegabréfaeftirlitið fyrst hún "þekkir reglurnar" eins og hún sjálf segir ?
Og ef hún hefði ekki orðið fyrir meintum barsmíðum, væri þá allt í lagi að koma til landsins með ólöglegum hætti ?
Kom ólöglega inn í landið með íslenskri fragtflugvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 09:43
Kínverska skoðanalögreglan
Af hverju minnir þetta mig á VG og netlöggu Steingríms J. ?
Krípí ...
Jet Li gagnrýnir kvikmyndaeftirlitið í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 09:02
Til hamingju kæri CD
Ég er samt hræddur um að þú verðir ekki mikið eldri úr þessu. Þú hefur samt staðið þig nokkuð vel.
Held að afritunarvarnir muni fara endanlega með þig ... sorrý
Geisladiskurinn 25 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 23:44
Hermaurinn sprækur
Þessir Kaupþingstónleikar komu nokkuð á óvart. Fyrirfram bjóst maður nú ekki við miklu enda hljóðaði matseðillinn upp á poppfroðu með gömlum lummum.
Mugison kom gríðarlega sterkur inn. Hef aldrei verið alveg að fíla gaurinn en þarna tók hann blúsrokk gírinn á þetta og gerði feikna vel.
Helgi Björns og félagar voru fínir en á bandvitlausum stað í dagskránni.
Af hverju var popp- og léttklassíkfroðunni ekki stillt upp fremst í dagskránni ? Hrikalegt anticlimax að fá þenna Cortes þarna milli rokkatriða.
Todmobile komu á óvart, Eyþór var í banastuði ! Eitthvað hefur kallinn náð af sér kílóum á löngum göngutúrum í kjölfar ölvunarakstursins. Hann var bara vel köttaður og megahress.
Skrítið að hafa Bubba með kassagítarshow en kannski hefur Glitnir bara rukkað of mikið fyrir alvöru konsert
Hélt reyndar líka að hann væri hættur þessum bjánalegu crowdpleaserstælum milli laga.
Stuðmenn voru ...
Stuðmenn eru búnir að vera.
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 19:45
Stebbi og sprengjuvélarnar
Ætli tilvistarkreppti yfirherstöðvaandstæðingur Stefán Pálsson sé ekki ánægður með sína menn ?
Trúlega vill hann samt hafa þá enn nær en við ströndina ...
Rússneskar vélar í íslenskri lofthelgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 15:11
Skemmtilegir samningar
Jessica Biel fækkar fötum í næstu mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 14:48
Hvaða veitingahús eru þetta ?
Hvernig væri nú að upplýsa mann um hvaða veitingahús þetta eru sem hafa lækkað verðið. Aldrei að vita nema maður borðaði frekar þar en hjá hinum sem hafa stungið vasklækkuninni í vasann.
Verðlækkun hjá 4% veitingahúsa frá því í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)