Færsluflokkur: Bloggar
26.8.2007 | 11:25
Meira ruglið
Kannski rétt að taka fram í upphafi áður en "rétthugsandi" fara að þenja sig að mér finnst einkennilegt að fólk sem kýs að búa í miðbænum eða í nálægð við hann, kvarti yfir hávaða og skrílslátum. Það er jú það sem miðbærinn gengur út á um helgar.
Hins vegar er þessi hommavinkill á málið algjörlega fáránlegur. Ef mínar upplýsingar eru réttar þá býr umrædd kona í Ingólfsstrætinu, rétt nokkrum húsum ofar en Q-bar.
Þannig er Q-bar svona sirka 50% nær henni en Prikið og miklu nær en Sólon.
Þess vegna er alveg eðlilegt að hávaði frá Q-bar standi henni nær en hávaði frá hinum stöðunum.
Að ætla að beita skítabrögðum eins og fordómagrílu í þessu máli er bara mjög lélegt og sýnir að þessir Q menn hafa ekki góðan málstað að verja.
Telur um einelti að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2007 | 09:58
Tímanna tákn
Enn einn fylgifiskur hjónaskilnaða.
Sameiginlegt forræði virðist vera á hraðri uppleið í skilnaðarkerfinu og því fylgja ýmsar flækjur.
Trúlega eru þó fleiri kostir en gallar við þetta fyrirkomulag, amk slær það aðeins á mæðraveldið og gefur fleiri feðrum tækifæri á að umgangast börn sín með eðlilegum hætti.
Mamman á erfiðara með að útiloka þá ef forræðið er sameiginlegt.
Þetta er bara eitthvað verkefni fyrir skólakerfið að leysa, skil ekki þetta tal um "faglega erfiðleika".
Skilnaður er bara erfiður, hvernig sem á það er litið.
Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2007 | 09:43
Þarna liggur þvagleggurinn grafinn - þetta er "jafnréttis"-mál
Það er alvarlegt mál að aka fullur og ber lögreglu að rannsaka málið með tilliti til þess að leiða í ljós hvað átti sér stað. Það hefur margoft gerst hjá okkur að settur hafi verið upp þvagleggur hjá karlmönnum. Ég minnist þess hins vegar ekki að áður hafi þurft að setja upp þvaglegg hjá kvenmanni. Ég kannast ekki við það að nokkur karlmannanna hafi talið að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða."
Málið er sem sagt að þetta er oft gert við karlmenn en má ekki gera við konur.
Valdbeitingin var fullkomlega óþörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.8.2007 | 23:14
Vinstrigrænn Svíi
Þessar stórfurðulegu hugmyndir manna um ritskoðun barnabóka minna óneitanlega á tilraunir íslenskar vinstrigrænna til ritskoðunnar og skerðingar á tjáningarfrelsi.
Eitthvað alveg í anda æðstaprestsins Steingríms J.
Sjá líka hér : http://project-dharma.blog.is/blog/project-dharma/entry/293389/
Tinni sleppur við bann í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 18:56
Ný uppgötvun í stóra bjórkælismálunu !
Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá villtatryllta Villa reyndist umræddur bjórkælir ekki vera aðalástæða ógæfu ógæfufólksins í miðbænum !
Kemur þessi uppgötvun verulega á óvart í ljósi fyrri frétta af málinu.
Villtitryllti ku nú leita logandi ljósi að rót vandans og eru böndin farin að berast að útitaflinu. Stefán Eiríksson, skerfari, hefur aðstoðað Villtatryllta en það hamlar nokkuð rannsókninni að hann þarf að vera kominn heim fyrir kl 20 á kvöldin skv reglum um útivistartíma ungmenna.
Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 15:02
Alvöru mótmæli !
Svona á að gera þetta !
Þetta ætti íslenskir mótmælabelgir að gera líka, sýna smá fórnfýsi fyrir málstaðinn.
Kranaklifur og mótmælagöngur eru úrelt form en þetta grípur athyglina ...
Sendi forsætiráðherra fingur í pósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 11:03
Fitulag forsetans
Þessar kroppasýningar forseta eru dáldið merkilegar.
Ég hefði nú persónulega frekar viljað sjá myndir af hinum forsetaframbjóðandanum fáklæddum enda glæsileg kona þar á ferð. Reyndar var það einhver skandall eða and-skandall í kostningabaráttunni í Frakklandi þegar myndir birtust af Royal á bikiníi.
Svo er þetta mál með Pútín.
Rússar halda ekki vatni yfir mynd af honum berum að ofan með veiðistöng. Ekki er beint hægt að segja að hann sé massaður karlinn en vissulega enginn kjúklingur.
Fyndnast finnst mér að rússneskir hommar virðast líta á þetta sem stuðningsyfirlýsingu ! Skil alls ekki tengslin þarna á milli.
Forsetar hljóta að mega vera berir að ofan í fríum eins og við hinir.
Ástarhandföngin" máð út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 17:00
Verður kælir í dauðatjaldinu ?
Maður bara spyr ...
Áfengisdauðum verði sinnt í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 16:54
Loksins !
Það þurfti mann eins og Villtatryllta Villa til að bjarga okkur úr klóm ískaldrar ómenningarinnar hér í miðborginni.
Mann sem af visku sinni hugsar upp raunhæfar lausnir - og framkvæmir.
Mann sem þorir þegar aðrir drekka kaldan bjór ...
Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 16:50
Rugl
Hvers konar blaðamennska er þetta ?
Hvað kemur manni við þótt einhver kona hafi misreiknað sig í heimilisbókhaldinu ?
Það er ekki eins og þetta sé í fyrsta skipti sem krakkar komast ekki beint inn í skólaskjól (eða frístundaheimili).
Stórskuldug vegna skorts á plássi á frístundaheimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)