Grímuklæddir menntaskólanemar

Hlustaði áðan á frétt um þessa uppákomu á Rúv.  Mér heyrðist viðmælendurnir vera krakkar í leit að æsingi.

Ætli þessir gaurar sem rætt var við séu að borga af húsnæðislánum ?  Ætli þeir séu að leggja fyrir í lífeyrissjóð ?

Hvar er fólkið með byrðarnar, fólkið sem ekki er búið að skuldsetja sig til andskotans á neyslufylleríi undanfarinna ára ?

Hvar er fólkið sem actually greiðir skatt ?  Það er fólkið sem hefur rétt á því að hafa skoðanir á ástandinu, unglingarnir geta beðið þar til þeir eru farnir að taka fullan þátt í samfélaginu.


mbl.is „Við viljum bara réttlæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætla bara rétt að benda á það staðreynd að menntaskólanemar landsins eru í prófum þessa dagana. Fleira var það nú ekki.

Ingi Kristján (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: corvus corax

Ég var þarna á sextugsaldri og hef hingað til borgað af húsnæðisláninu en sú stund nálgast að ég ráði ekki við það lengur. Þarna voru margir mínir líkar auk þess unga fólks sem er tilbúið að berjast fyrir lífvænlegri framtíð. Það er annað en þú auminginn sem lætur aðra berjast fyrir þig en ert svo tilbúinn að leggjast á náinn ef hann verður einhver.

corvus corax, 1.12.2008 kl. 18:35

3 identicon

já, á ekki bara að taka upp hreint plutocracy, þar sem þú færð eitt athvæði fyrir hverja milljón sem þú hefur greitt skatt af yfir æfina?

er ekki frekar fráleitt og mikil afskræming á lýðræði að segja að maður hafi ekki rétt til að mótmæla nema maður sé í beinni og persónulega slæmri stöðu?

jafnvel þar sem unglingar eru, eiga þeir ekki fjölskyldur? hvað er lán eru að sliga foreldrana? og hvernig er þá með mannréttindabrot og þjóðarmorð hér og þar, er það í lagi ef það er ekki verið að brjóta beint á þér? skiptir þá kanski engu máli og þú hefur ekki rétt á að gagnrýna það?

og á þeim nótum þá sá ég að þú varst að gagnrýna fólk fyrir að gera aðför að lögreglustöðinni um daginn. ég verð að segja að samkvæmt þínum rökum hefurðu engann rétt á að gagnrýna fólkið sem þar var á ferð nema þú sért lögregla og hafir verið í vinnuni þarna á þessum tíma ;)

Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:41

4 identicon

Ég verð fjúkandi vond þegar einhver talar illa um börn og unglinga. Þetta unga fólk hefur allan rétt til að vera fjúkandi vont. Það er að sjá framtíð sína og fjölskyldna sinna verða að engu. Og nú skaltu bara vona það að þessir krakkar ákveða að halda tryggð við Ísland því þegar að því kemur þá þurfa þau að taka á sig skuldirnar og létta undir með þér. Þau geta alveg eins ákveðið að segja skilið við þetta sker og leyfa þér að njóta ávaxtana af því að "hafa rétt" á að hafa skoðun á þessum umbrotstímum.

Anna (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 19:24

5 Smámynd: LM

Þetta er reyndar alveg rétt ábending með menntaskólana.  Ég eiginlega át þetta upp eftir Rúv en kannski hafa þeir sagt "á menntaskólaaldri".  Kíkið á nýjasta vídeóið á mbl.is þá sést að það er amk menntaskólastemming í andyrinu vinsæla.

Ég er einmitt ekki að "láta aðra berjast fyrir mig".  Ég hef nákvæmlega engan áhuga á að taka þátt í svona hópæsingi og nornaveiðum sem fóru þarna fram.  Fólk sem lítur á Davíð Oddsson sem einhvers konar antí-krist er nú að gera í sig af æsingi yfír því að geta nú kannski fengið að kasta þó ekki væri nema einum tómat í Seðlabankann og heldur að í krafti hópsins sé það ekki að gera sig að fífli.  Það er misskilningur.

Á meðan chillar Jón Ásgeir á sérhannaðri skútunni milli þess sem hann skrifar pistla í málgagnið.

Hvers vegna er ekki tómata og eggjapartý fyrir utan höfðustöðvar Baugs ?

LM, 1.12.2008 kl. 20:03

6 identicon

ég er 21 og var að mótmæla þarna, ég er í fullri vinnu, ( reyndar frá og með deiginum í dag aðeins 50%),búinn með mitt nám og ég borg mína húsaleigu(nei ég bí ekki heima hjá foreldrum) og sem betur fer skuldlaus.

þá veistu það um mig, hef ég þá eithvað minna að seigja um málið. þeir sem yngri eru eiga eftir að borga meira og vera hér leingur og hafa eithvað til málana að leggja.

ef ég ætla að búa á þessu landi þá vill ég ekki þurfa að borga skuldir frjárglæfra manna, ég vill spillta og van hæfa stjórmála menn burt.

þetta er ekkert nema hroki.

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:10

7 identicon

Vegna þess að Jón Ásgeir, eins siðlaus og hann kann að vera, var ekki ráðinn til að verja hag okkar Íslendinga. Seðlabankastóri er hinsvegar í þeirri stöðu að taka ákvarðanir fyrir okkar hönd og hann hefur gert það með hræðilegum afleiðingum. Því þarf hann að segja af sér.

Þú mátt vera meðvirkur ef þú vilt, en ekki krítisera fólk fyrir að kjósa að vera það ekki.

linda (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:45

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Því yngra sem fólk er, því mun meira mun það fá að borga. Það á því rétt á að mótmæla meira.

Villi Asgeirsson, 1.12.2008 kl. 21:14

9 Smámynd: LM

Gott hjá þér Bjöggi og haltu áfram að sýna skynsemi í fjármálum.

Ég var trúlega á þínum aldri þegar Davíð komst til valda og ég held að ég muni rétt að ég hafi kosið hann í fyrstu kosningunum.  Reyndar hefur lítið framhald orðið á því.  Davið gerði marga góða hluti á sínum ferli en ýmislegt miður gott.

Hann hefði átt að kúpla sig alveg út í stað þess að setjast í Seðlabankann.

Það er hins vegar þessi ótrúlega hræsni sem nú gýs upp í samfélaginu sem fer meira í taugarnar á mér en Davíð.  Nú eru allt í einu allir orðnir einhverjir byltingarsinnar og telja sig hafna yfir lög og rétt af því þeir sé nú í heilögu stríði.  Sukk síðustu ára er ekki þeim að kenna þótt þeir hafi tekið fullan þátt í því, nú er um að gera að finna sökudólg.

"Þetta er ekki mér að kenna heldur öllum öðrum", það er viðhorfið.

Kannski er það hroki að finnast þetta bjánaskapur ...

LM, 1.12.2008 kl. 21:15

10 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Bull í þér sjallavitleysingur, fólk hefur fullan rétt til að mótmæla

Alexander Kristófer Gústafsson, 1.12.2008 kl. 22:11

12 identicon

Það eru nokkrir punktar sem þarfnast útskýringar kæri LM.

Þú talar um "hræsni" sem gýs upp í samfélaginu og ef ég skil þig rétt þá felur hún í sér að "allir" séu allt í einu orðnir "byltingasinnar" sem "telja sig hafna yfir lög og rétt" og svo talar þú líka um "heilagt stríð".

1. Hræsni er orð sem er notað yfir uppgerð, tilgerð eða látalæti. Sem sagt ef maður er hræsnari þá er hann að þykjast og ekki liggur mikið að baki máli hans eða aðgerðum. Hræsni er ágætt orð yfir þá sem sitja heima hjá sér og bölsótast út af ástandinu, segja að þessi og hinn beri ábyrgð, segir að rétt sé að refsa ákveðnu fólki eða að það sæti ábyrgð, en gerir ekkert í málinu. Hræsnarinn þykist taka afstöðu en gerir það í raun ekki.
Það er því ljóst að "hræsni" er ekki rétta orðið fyrir mótmælendur sem fylgja sannfæringu sinni í orði og aðgerðum.

2. Allir, orðið sem þú notar, hefur mjög stóra merkingu og í því samhengi sem þú notar það virðist þú vera að tala um alla þjóðina. Það hlýtur að teljast gróft.

3. Þegar þú talar um byltingasinna sem hafnir eru yfir lög og rétt er afar óljóst um hvað þú ert að tala. Það stafar af tvennu. Annars vegar af því að þú talar um "alla" og hins vegar af því að hingað til hefur enginn af "byltingarsinnunum", sem þú vísar til, hafið sig yfir lög og rétt. Gott væri ef þú gætir nefnt dæmi.

4. Heilagt stríð hefur hingað til verið notað um hryðjuverkaaðgerðir ofsatrúarmanna. Það er alls ekki viðeigandi þegar talað er um aðgerðir "byltingasinna" á Íslandi, sem með friðsamlegum mótmælum reyna hvað þeir geta til að endurheimta borgaraleg réttindi sín.

það er nefnilega þannig að til þess að lýðræðissamfélag virki eins og skyldi þá þarf fólkið að hafa réttinn til þess að mótmæla og bylta stjórnvöldum. Ef þessi ógn er ekki fyrir hendi, þá er ekkert sem veitir stjórnvöldum aðhald. Gleymdu því ekki að samfélag er samningsatriði. Fólk ákveður að afhenda ákveðin grundvallarrétttindi sín til valdhafa sem eiga að sjá um að vernda samfélagsþegna og sjá til þess að þessum grundvallarréttindum sé framfylgt. Ef að stjórnvöld bregðast og sinna ekki sínum hluta samkomulagsins þá getur fólk lítið annað gert en að fella stjórnvöld og gera nýjan samning.

Stjórnvöld brugðust mér. Þau sem við (þjóðin) kusum, brugðust skyldu sinni til að vernda mig fyrir áhlaupi nokkurra manna að réttindum mínum. Í dag sé ég fram á áralanga fjárhagslega baráttu, atvinnuleysi og ég orðspor mitt erlendis hefur beðið hnekki einfaldlega af því að ég er íslensk. Ég treysti ekki þeim sem brugðust mér til þess að reisa samfélagið við og nota peningana sem teknir hafa verið að láni (m.a. í mínu nafni) á réttan hátt. Ég mótmæli og ég kæri mig ekki um að vera kölluð hræsnari eða byltingarsinni í heilögu stríði.

Ef þú ert sáttur við yfirvöld og finnst að þau hafi sinnt skyldu sinni til að verja þig og þinn hag þá skaltu endilega ekki mæta á mótmæli. Ef þú vilt gagnrýna þá sem eru á öndverðri skoðun við þig, skaltu ekki nota rangnefni og þú skalt einnig rökstyðja mál þitt án staðreyndavillna. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það er erfitt að gagnrýna mótmælendur án þess að gerast sekur um að tala gegn lýðræði og því áttu alla mína samúð. Það er hins vegar óásættanlegt að þú skýlir þér á bak við áróðursorð líkt og "heilagt stríð".

Bergljót (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:55

13 Smámynd: LM

1. skil ekki hvað þú meinar.  Hræsni er akkúrat rétta orðið yfir þetta.

2. "Allir" hefði með réttu átt að vera "sumir". Biðst forláts

3. Ójú, sjáðu til dæmis "Bónusfánamanninn".  Hann telur sig verulega hafinn yfir lög og rétt.

4. Heilagt stríð.  Jú víst.  Það hefur alls ekkert verið gengið á "borgaraleg réttindi" fólks.  Umrætt fólk heimtar hins vegar afslátt af þeim skyldum sem tilheyra borgaralegu samfélagi.  Það vill ekki þurfa að lúta þeim lögum sem samfélagið setur ef það þóknast því ekki.  Ergo, heilast stríð.

Stjórnvöld hafa margsinnis bruðist mér.  Sér í lagi í "gagnagrunnsmálinu" svokallaða.

En þá var þokkalegt góðæri og öllum var skítsama um hvort erfðaupplýsingar væru framreiddar á silfurfati einhverjum geðsjúklingi.

Ekki fór ég fram með ofbeldi þá þó svo full ástæða hefði verið til. 

Í dag er heldur ekki réttlætanlegt að beita ofbeldi.

Ekki frekar en áður.

Það er aldrei réttlætanlegt.  Þegar skríllinn fer að beita ofbeldi þá skapast kjöraðstæður fyrir einræði.

LM, 14.12.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband