30.9.2008 | 20:57
Skipstjórinn barmar sér
Ég hélt að stærstu mistök hans hefðu verið að reka fólk af handahófi úr starfsmannasímaskránni hér um árið.
Og varðandi meint vanhæfi Davíðs : Eru þá sem sagt allir sem eru ekki á sömu skoðun og Baugsmaðurinn glaðhlakkalegi vanhæfir til þess að "taka ákvarðanir um málefni Glitnis" ?
Það var nú annars pínlega augljóst að fyrrum bankamálaráðherra framsóknar taldi sig greinilega alveg massahæfa til þess að taka ákvarðanir um málefni Glitnis. En ætli séu til einhverjir framsóknarmenn til þess að afhenda Glitni svona ef út í það er farið ? Jú Finnur auðvitað ...
Sameining Glitnis og Landsbanka ólíkleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.