Nonni og eineltið

Það er erfitt að vera Jón Ásgeir í dag.  Samfylkingin hlýðir ekki, Seðlabankinn er vondur við hann og samsærisraddirnar í höfðinu bara ætla ekki að þagna.

Erkióvinurinn Davíð er búinn að setja Lehman Brothers á hausinn bara til þess að koma höggi á Nonna og pabba hans og ætlar nú að fullkomna verkið með því að veita Glitni neyðaraðstoð.

Þvílík grimmd ...


mbl.is Telur Stoðir ekki fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt hvað hægt er að tala mikið en segja ekki neitt. Þú verður að kynna þér málið áður en þú setur svona fram. Það er alvitað mál að Davíð Oddson HATAR Jón Ásgeir - loksins, loksins gat hann sektað hann, e-ð sem hann reyndi að gera í öll þessi ár sem Baugsmálið stóð yfir.

 Jón Ásgeir hefur verið ofsóttur í fleiri ár. Mér finnst svo ótrúlega vont að vita til þess að á Íslandi sé til mafía en sú er raunin. Geir H. Haarde, strengjabrúða Davíðs, gerir ALLT sem hann segir honum að gera. Eina sem við hin getum vonað er að karma nái sér niðri á öfundsjúka Seðlabankastjóra - hann er nefninlega illa innrættur.

 Minnstu áhyggjur hef ég af Jóni Ásgeiri, sem mun rísa upp, tvíefldur, Davíð til mikillar gremju.

borghildur (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:02

2 Smámynd: corvus corax

Ég hef heyrt að Davíð vilji kaupa bæði einkaþotuna og snekkjuna af Jóni Ásgeiri og sé tilbúinn að borga allt að 25% af matsverði þessara eigna.

corvus corax, 30.9.2008 kl. 11:16

3 identicon

Vvááá Borghildur Borghildur Borghildur.......

Hvað er að fólki sem skrifar eins og þú nú gerir???????

Er ekki kominn tími til að átta sig á því að baugsmenn eru og verða alltaf götustrákar og götustrákar gera flestir einhverntímann eitthvað rangt og breytast yfirleitt ekkert þó þeir taki upp á því að safna hári og klæðast skyrtu.

Held svei mér þá að glæpirnir verði bara verri og stærri en að hnupla af félaganum þegar þeir fara að gambla með hærri upphæðir.

Og nú spyr ég bara....... ERTU BÚIN AÐ LESA EITTHVAÐ UM BAUGSMENN OG ÞEIRRA FÉLAGA (mafían) ef ekki þá held ég nú satt best að segja að þú ættir betur að gera það og koma svo betri og vitrari manneskja til baka með einhver gáfuleg skrif þá.

Ég tel að Baugsmenn hafi verið MJÖG heppnir að þeir hafi ekki verið dæmdir brotlegir í fleiri málum en raun ber vitni.Það sjá allir sem vilja sjá og lesa á milli línanna.

PS.hættið nú að væla þetta alltaf hreint að allir séu með samsæri gegn hinum og þessum.Þetta er farið að verða eins og vænisjúki einstaklingurinn sem leikinn er af Erni Árnasyni í spaugstofunni og það er leiðinleg týpa.

TAKK

viddi (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 15:19

4 Smámynd: Stefanía

Já það er ótrúlegt hvað fólk heldur að það sé auðvelt að "hefna sín" í skjóli valdsins....barnalegt !

Stefanía, 1.10.2008 kl. 00:03

5 Smámynd: LM

Jón Ásgeir ofsóttur ?  Ertu á lyfjum ?

Þeir einu ofsóttu eru þeir sem ekki hafa viljað taka þátt í leiknum með Jóni og Jóhannesi.

LM, 1.10.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband