19.11.2006 | 20:46
Svifryk heldur fyrir mér vöku
Nú voru snillingarnir hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar heldur betur teknir með allt niðurum sig. Á meðan snjó kyngir niður í borginni eru þeir eflaust að dúlla sér við að búa til nýjar auglýsingaherferð um óþurft nagladekkja. Hvað er málið með hreinsum á götum hér í Höfuðborginni ? Gatan þar sem ég bý var lauslega rudd um hálfþrjú í dag, eins gott að þetta var ekki almennur vinnudagur.
Maður hélt nú kannski að þessar furðulegu grænu áherslur væru á undanhaldi eftir að 101 liðið var kosið úr borgarstjórn en þetta virðist lítið vera að skána. Hvað ætli verði til mikið svifryk ef ég þarf að fara á keðjum í vinnuna á morgun ?
Búið að opna Víkurveg; stofnæðar í borginni hafa verið ruddar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Herferð framkvæmdaráðs snýst alls ekki um að menn eigi að sleppa því að setja vetrardekk undir bílinn, heldur einungis um að sleppa nöglunum. Nagladekk eru ekkert betri en önnur vetrardekk í svona snjó, því það er mynstrið á dekkjunum sem skiptir máli í snjónum. Naglarnir eru aðeins betri ef það er þykkur klaki yfir undirlaginu.
Ég er kannski svona sérstakur, en ég fagna hverjum degi sem líður án þess að gatan mín sé rudd, helvítis gröfumaðurinn gerir langoftast illt verra með því að ryðja snjónum upp að bílunum svo þeir sitja enn fastari en áður. Íbúðagötur á ekki að ryðja ef íbúarnir eiga að komast leiðar sinnar. Bílarnir sjá um að gera það sjálfir.
Björn Kr. Bragason, 21.11.2006 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.