13.11.2007 | 23:05
Allt of lítið "atvinnuleysi"
Þetta er því miður allt of lág atvinnuleysisprósenta ! Þetta þýðir einfaldlega að enginn mun nenna að vinna störf nema með yfirborgunum og að svarti bransinn mun blómstra. Fólk mun áfram frekar þiggja bætur en vinna. Örorkuþegum mun fjölga.
Áfram verður flutt inn vinnuafl frá láglaunalöndum til þess að vinna störfin sem þarf að vinna en við nennum ekki að stunda.
Sem leiðir af sér að stéttaskipting mun aukast og innflytjendavandamál munu festa sig í sessi.
Atvinnuleysi mælist enn 0,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.