5.9.2007 | 11:20
Neyðarástand í Höfðuborginni
Á meðan rúmlega þriðjungur þjóðarinnar situr fastur í umferðarteppu í Reykjavík er samgönguráðherrann að velta fyrir sér hvaða perur sem best að nota til lýsingar í hans prívatgöngum, Héðinsfjarðargöngunum.
Ætlar enginn að gera neitt í þessum málum ??
Morgunumferðin þung í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig færð þú það út að þriðjungur þjóðarinnar sitji fastur í umferðateppum í Reykjavík. Ég efast um að þriðjungur íbúa höfuðborgarsvæðisins sitji fastur í umferðateppum á morgnanna. Það er aðeins hluti íbúa höfuðborgasvæðisins að fara í vinnuna niður í miðbæ á annatíma í umferðinni. Sumir eru annars staðar í vinnu eða skóla og sumir, sem vinna í miðbænum, fara til og frá vinnu á öðrum tíma en annatíma.
Sigurður M Grétarsson, 5.9.2007 kl. 12:45
Samgönguráðherra til varnar verð ég að koma því að að þessi gangagerð var ákveðin, hönnuð, og hafin löngu áður en hann tók við þessu embætti.
Ingvar Skúlason, 5.9.2007 kl. 16:19
Svo myndi ég nú varla kalla þetta neyðarástand.
Fólk hlýtur að geta tekið strætó ef þetta er svona agalegt...
Ylfa Mist Helgadóttir, 5.9.2007 kl. 17:31
Núverandi samgönguráðherra er nú ekkert lítið hrifinn af Héðinsfjarðargöngum og hefur heldur betur gasprað um ágæti þeirra á almennum vettvangi.
Það fer að verða lífsspursmál fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að fá samgönguráðherra úr öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu svo hugsanlega sé nú hægt að kreista einhverja peninga út úr ríkiskassanum til þess að lappa upp á gatnakerfið hér.
Annars nefni ég þessi gögn því þau eru einhver óarðbærasta framkvæmd sem farið hefur verið út í í vegakerfi landsins og trúlega þótt víðar væri leitað.
Almenningssamgöngukerfið í Reykjavík er handónýtt og ónothæft. Það tekur enginn strætó nema hann neyðist til þess og enginn sem þarf að vera á ferðinni vegna vinnu.
LM, 5.9.2007 kl. 21:09
Samgönguráðherran fer nú varla að stoppa göngin af úr þessu, fyrst þau voru komin á koppinn þegar hann tók við. Og það hefði ekki verið farið í þessa framkvæmd nema þá að hún væri þjóðhagslega hagkvæm. Þau hefðu samt ekki verið efst á listanum hjá mér, en svona fór þetta.
Málið er hins vegar það það að á meðan atvinnustarfsemin heldur áfram að þjappast saman í vesturborginni, þá verður þetta svona, sama hvað menn reyna að bæta gatnakerfið, hvort sem samgönguráðherrann er Reykvískur eður ei.
Ingvar Skúlason, 5.9.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.