Engin upphitun fyrir Hannes

Var þetta ekki liðið úr FL forpartíinu sem mætti seint ?

Sleppti upphituninni og var svo að troðast í VIP sætin með tilheyrandi skrölti.

Hannes Smárason nennir ekki að hlusta á einhver upphitunaratriði ...


mbl.is Óstundvísir Íslendingar spilltu tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hr. Örlygur

Upphitunaratriði á tónleikum fá oft ekki þá athygli sem þau eiga skilið. Það er gömul saga.

Upphitunaratriðið á sunnudaginn, M. Ward, spilaði stutta en stórgóða tónleika - og þar sem þetta voru síðustu tónleikarnir í heimsreisu Norah Jones kom hún óvænt fram með honum í 4 lögum. Góður bónus fyrir þá sem voru mættir til að sjá hann.

En sumir hafa e.t.v. ruglað upphitunaratriði M. Ward (þar sem NJ söng eins og áðursagði óvænt líka) saman við eiginlega tónleika Norah Jones (þar sem var engin truflun og gestir komnir á sinn stað áður en showið hófst).

Líkt og á tónleikum Norah Jones annarstaðar í heiminum misstu margir Íslendingar af M. Ward. Bæði hérlendis sem erlendis er fólk vant að týnast á tónleika þegar þau eru í gangi, mæti jafnvel eftir að þeim er lokið. Spennan fyrir aðalatriðinu er það sem skiptir máli fyrir flesta gesti. 

Ekki tóku t.d. margir eftir Kate Havnevik á tónleikum Air á dögunum. Og margir misstu af múm og Rass á undar Sykurmolunum í fyrra.

Hr. Örlygur, 4.9.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband