1.9.2007 | 21:33
Hinir fjölmörgu Ögmundar
Hvaða Ögmundur skyldi hafa "fengið inn á borð til sín" þennan ráðningarsamning ?
Var það Ögmundur alþingismaður ? Varla.
Var það Ögmundur, formaður þingflokks VG ?
Kannsi Ögmundur, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins ?
Eða var það Ögmundur, formaður BSRB ??
Er ekki kominn tími til að Ögmundur, sá sem er Jónasson, fari að ákveða hvaða hlutverk hann ætlar sér í lífinu ?
Það að vera þingmaður og formaður BSRB fer bara ekki saman.
Og það að vera þingmaður og stjórnarmaður LSR fer alls ekki saman og er reyndar mjög vafasamt.
Ef Ögmundur ætlar að halda áfram að vera vinur litla mannsins og varðhundur á Alþingi á hann að segja sig úr hinum störfunum.
Annars er ekkert mark á honum takandi ...
Ögmundur Jónasson: Full ástæða til að athuga hvort réttindi sjúkrahússtarfsmanna séu virt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.