31.8.2007 | 11:06
Hugarfar kvenna veldur launamun kynjanna
Ef konur mæta til leiks með hugmyndir um lægri laun en karlar þá er nú ekki nema eðlilegt að þær séu með lægri laun er karlar.
Þetta er ekki mjög flókið samhengi og ætti að vera skiljanlegt flestum.
Þetta þýðri líka að það er alveg sama hversu mörg vinstrigræn boð og bönn verða sett, hlutfall milli launa kvenna og karla breytast ekki neitt fyrr en konur fara að biðja um hærri laun.
Lausnin er bara hugarfarsbreyting hjá konum, ekkert flóknara.
Danskar konur gera ráð fyrir lægri launum en karlar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli það þurfi ekki hugarfarsbreytingu hjá atvinnurekendum líka?
Það kom fram í íslenskri könnun að það eru ekki bara KONURNAR sjálfar sem reikna með lægri launum, heldur líka fólkið í kringum þær og eins atvinnurekendur (karlkyns og kvenkyns) sem bjóða og borga konum lægri laun.
Svala Jónsdóttir, 1.9.2007 kl. 00:26
Félagi minn einn sagði mér nýlega frá því að hann var að ráða konu til starfa. Fyrir í deildinni var einn maður, karlmaður, sem hafði svipaða menntun og konan en heldur minni reynslu. Launin sem konan fór fram á voru að mig minnir um þriðjungi lægri en launin sem karlinn var á. Þó hafði hann ekki fengið þau laun sem hann fór fram á við ráðninguna.
Hvað hefði þessi félagi minn átt að gera ? Ráða konuna inn á umbeðnum launum ? Bjóða henni sömu laun og karlinn (þó svo það væri talsvert meira en hún bað um) ? Ráða hana inn á umbeðnum launum en hækka hana verulega við næstu kauphækkun ? Láta konuna lækka launastrúktúr fyrirtækisins og ráða næsta karl/konu inn á þessum lægri launum ?
LM, 1.9.2007 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.