26.8.2007 | 11:25
Meira ruglið
Kannski rétt að taka fram í upphafi áður en "rétthugsandi" fara að þenja sig að mér finnst einkennilegt að fólk sem kýs að búa í miðbænum eða í nálægð við hann, kvarti yfir hávaða og skrílslátum. Það er jú það sem miðbærinn gengur út á um helgar.
Hins vegar er þessi hommavinkill á málið algjörlega fáránlegur. Ef mínar upplýsingar eru réttar þá býr umrædd kona í Ingólfsstrætinu, rétt nokkrum húsum ofar en Q-bar.
Þannig er Q-bar svona sirka 50% nær henni en Prikið og miklu nær en Sólon.
Þess vegna er alveg eðlilegt að hávaði frá Q-bar standi henni nær en hávaði frá hinum stöðunum.
Að ætla að beita skítabrögðum eins og fordómagrílu í þessu máli er bara mjög lélegt og sýnir að þessir Q menn hafa ekki góðan málstað að verja.
Telur um einelti að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ernu er ég búinn að þekkja í 32 ár og að saka hana um fordóma gagnvart hommum er svona álíka eins og að halda því fram að páfinn sé lesbía. Þarna er einfaldlega langlundargeð hennar þrotið gagnvart ónæðinu sem er greinilega búið að aukast mikið frá því að Ari í Ögri var þar sem samkynhneigði eineltingurinn er núna til húsa.
Ævar Rafn Kjartansson, 29.8.2007 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.