Tímanna tákn

Enn einn fylgifiskur hjónaskilnaða.

Sameiginlegt forræði virðist vera á hraðri uppleið í skilnaðarkerfinu og því fylgja ýmsar flækjur. 

Trúlega eru þó fleiri kostir en gallar við þetta fyrirkomulag, amk slær það aðeins á mæðraveldið og gefur fleiri feðrum tækifæri á að umgangast börn sín með eðlilegum hætti.

Mamman á erfiðara með að útiloka þá ef forræðið er sameiginlegt.

Þetta er bara eitthvað verkefni fyrir skólakerfið að leysa, skil ekki þetta tal um "faglega erfiðleika".

Skilnaður er bara erfiður, hvernig sem á það er litið.


mbl.is Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður eru daprar sögur um umgengni þrátt fyrir sameiginlegt forræði. En umræðan þörf.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 11:11

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Sameiginlegt forræði er eitt, en að ganga í tvo skóla er annað.

Alla vega hefði ég ekki viljað ganga í tvo skóla þegar ég var barn. Nógu erfitt að aðlagast einum skóla og einu setti af vinum.

Svona fyrirkomulag hlýtur að þurfa að taka mið af þörfum barnsins frekar en foreldranna.

Svala Jónsdóttir, 25.8.2007 kl. 21:03

3 Smámynd: LM

Besta fyrirkomulagið væri þá væntanlega að báðir foreldrar byggju í sama hverfinu.

Það getur hins vegar verið erfitt í útfærslu.

LM, 26.8.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband