Þarna liggur þvagleggurinn grafinn - þetta er "jafnréttis"-mál

„Það er alvarlegt mál að aka fullur og ber lögreglu að rannsaka málið með tilliti til þess að leiða í ljós hvað átti sér stað. Það hefur margoft gerst hjá okkur að settur hafi verið upp þvagleggur hjá karlmönnum. Ég minnist þess hins vegar ekki að áður hafi þurft að setja upp þvaglegg hjá kvenmanni. Ég kannast ekki við það að nokkur karlmannanna hafi talið að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða."

 

Málið er sem sagt að þetta er oft gert við karlmenn en má ekki gera við konur.


mbl.is Valdbeitingin var fullkomlega óþörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Beiting ofbeldis er jafn röng, hvort sem fórnarlambið er karl eða kona. Það að karlarnir kvörtuðu ekki þýðir ekki að meðferðin á þeim hafi verið í lagi! Kannski voru þeir of niðurlægðir til þess að treysta sér til að kvarta.

Svala Jónsdóttir, 24.8.2007 kl. 10:17

2 Smámynd: LM

Því er ég alveg sammála.  Fyrst hægt er að svipta menn réttindum fyrir að neita lögreglu um sýni þá á bara að láta það duga.

LM, 24.8.2007 kl. 10:20

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Að minu mati er hér ekki um kynjajafnréttismál að ræða, helfur venjulegt ofbeldismál. Það sem vert er, er sú nöturlega staðreynd að það skuli hafa verið lögreglan og heilbrigðisstarfsfólk sem þarna efur orðið bert af ófyrirgefanlegu ofbeldi.

Jóhannes Ragnarsson, 24.8.2007 kl. 10:24

4 Smámynd: LM

Ég var ekki að meina að mér finndist sérstakt jafnréttismál að settur yrði upp þvagleggur í báðum kynjum.

Hins vegar er það greinilega mat fjölmiðla að það sé miklu meiri "frétt" að þetta hafi verið gert við konu en karl.

Sjónarhorn íslenskra fjölmiðla er nefnilega ansi brenglað þegar kemur að jafnréttismálum ...

LM, 24.8.2007 kl. 13:18

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Er ekki bara málið að enginn af körlunum kærði, en konan gerði það?

Annars telur framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands þetta vera mannréttindabrot og vonandi verður lögum breytt í framhaldi af þessu máli, svo að fleiri (karlar eða konur) verði ekki fyrir þessu!

Svala Jónsdóttir, 25.8.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband