Fitulag forsetans

Þessar kroppasýningar forseta eru dáldið merkilegar.

Ég hefði nú persónulega frekar viljað sjá myndir af hinum forsetaframbjóðandanum fáklæddum enda glæsileg kona þar á ferð.  Reyndar var það einhver skandall eða and-skandall í kostningabaráttunni í Frakklandi þegar myndir birtust af Royal á bikiníi.

Svo er þetta mál með Pútín. 

Rússar halda ekki vatni yfir mynd af honum berum að ofan með veiðistöng.  Ekki er beint hægt að segja að hann sé massaður karlinn en vissulega enginn kjúklingur.

Fyndnast finnst mér að rússneskir hommar virðast líta á þetta sem stuðningsyfirlýsingu !  Skil alls ekki tengslin þarna á milli.

 Forsetar hljóta að mega vera berir að ofan í fríum eins og við hinir.   


mbl.is „Ástarhandföngin" máð út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband