Hermaurinn sprækur

Þessir Kaupþingstónleikar komu nokkuð á óvart.  Fyrirfram bjóst maður nú ekki við miklu enda hljóðaði matseðillinn upp á poppfroðu með gömlum lummum.

Mugison kom gríðarlega sterkur inn.  Hef aldrei verið alveg að fíla gaurinn en þarna tók hann blúsrokk gírinn á þetta og gerði feikna vel.

Helgi Björns og félagar voru fínir en á bandvitlausum stað í dagskránni.

Af hverju var popp- og léttklassíkfroðunni ekki stillt upp fremst í dagskránni ?  Hrikalegt anticlimax að fá þenna Cortes þarna milli rokkatriða.

Todmobile komu á óvart, Eyþór var í banastuði !  Eitthvað hefur kallinn náð af sér kílóum á löngum göngutúrum í kjölfar ölvunarakstursins.  Hann var bara vel köttaður og megahress.

 Skrítið að hafa Bubba með kassagítarshow en kannski hefur Glitnir bara rukkað of mikið fyrir alvöru konsert Wink

Hélt reyndar líka að hann væri hættur þessum bjánalegu crowdpleaserstælum milli laga.

Stuðmenn voru ... 

Stuðmenn eru búnir að vera.


mbl.is Aldrei fleiri á Laugardalsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband