23.8.2006 | 14:22
Snillingur
Dylan er náttúruleg snillingur og ekki síst í viðtölum við fjölmiðla. Reyndar er alveg hægt að vera sammála honum að hluta til amk því vissulega eru stafrænar upptökur "sótthreinsaðri" en þær gömlu voru. Þó fannst mér nú hans besta plötusánd vera einmitt frá þessum tíma, sérstaklega á No Mercy. Snilldarupptökur enda enginn annar en Daniel Lanois á tökkunum. Hlakka mikið til að heyra nýju plötuna sem kemur út nú í enda mánaðarins.
![]() |
Bob Dylan hefur lítið álit á upptökutækni sl. 20 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann virðist eitthvað vera bitur. Kannski hann sé búinn að missa fílinginn og sé að breiða yfir það með svona yfirlýsingum?
Björn Sighvatsson, 23.8.2006 kl. 15:10
Ég held nú að hann hafi verið frekar bitur síðustu 40 árin eða svo. Varð of frægur of fljótt og átti að gera að holdgervingi "friðarbaráttu" og mótmæla. Vildi það ekki og þegar hann fór að gera eitthvað annað í músík varð allt vitlaust. Mín skoðun er amk. sú að hann sé enn að semja betri músík en 99% bransans.
LM, 23.8.2006 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.