7.8.2007 | 09:45
Tími kominn til !
Það má segja að tími sé kominn á "karlréttindabaráttu". Í dag (á Íslandi amk) er staðan sú að fjöldi samtaka og stofnana reka virka kvennréttindabaráttu en huga lítið að réttindum karla. Má þar nefna Kvennréttindafélag Íslands, Vinstri græna, Stígamót og Jafnréttisstofu (sem ætti í raun að heita "Kvennréttindastofa" !).Í ofanálag eru svo á jaðrinum öfgasamtök ýmiss konar sem beinlínis stefna að því að draga úr réttindum karla (s.s. Femínistafélagið).
Hvernig væri nú að hinn "jafnréttissinnaði" félagsmálaráðherra tæki þessi hugmynd Norðamanna upp á sína arma og setti í gang íslenska "Karlanefnd" ?
Karlar ræði karlréttindamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að sjálfsögðu vinnur Kvenréttindafélagið að kvenréttindum. Til þess var það stofnað. Ef einhver hefur áhuga á því að stofna Karlréttindafélag Íslands þá er honum það frjálst, ekki satt? Það er reyndar til Félag ábyrgra feðra. Eigum við að gagnrýna þá fyrir það að vinna ekki að málefnum mæðra?
Að hvaða leyti vill Femínistafélagið draga úr réttindum karla? Viltu útskýra það frekar? Bara að spá.
Svala Jónsdóttir, 8.8.2007 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.