23.7.2007 | 18:52
Fordómar framkvæmdastjóra Alþjóðahússins
Það er nefnilega það. Skv. framkvæmdastjóra Alþjóðahússins er ljótt og beinlínis hættulegt að gefa upp hverrar þjóðar veiðiþjófarnir eru en það er allt í lagi að kalla veiðmenn fyllibyttur.
Þetta er ákaflega sérstök túlkun sem ég sé ekki betur en feli í sér bullandi fordóma um stangveiðifólk. En það er víst í lagi þar sem það er ekki til neitt opinbert "Stangveiðihús" með fólk á launum til þess að lobbýa fyrir þennan "minnihlutahóp".
Eins gott að veiðiþjófarnir voru ekki pólskar konur í ofanálag ...
Framkvæmdastjóri Alþjóðahúss svarar bréfi formanns SVFR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Predikarinn leyfir sér að færa Stangaveiðifélaginu bannmerki það sem fylgir með þessu bloggi að gjöf. Þetta merki getur félagið sett upp hér og þar um veiðisvæði sitt. Þetta merki verður að teljast að muni skiljast á öllum tungumálum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.7.2007 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.