16.7.2007 | 17:54
Hvern á að kæra núna ?
Hver ber nú ábyrgð ? Hvern á nú að taka af lífi án dóms og laga ? Eigandann ?
Ekki getur hundkvikindið að þessu gert, hann flúði bara að heiman.
Hvar eru nú hinir tilfinninganæmu hundaeigendur sem fóru úr hárum yfir lygasögunni af hundsmorðinu ? Ætla þeir kannski að vera með kertafleytingar fyrir fórnarlambið, strákinn sem sakaður var um glæp sem aldrei var framinn ?
Held að þessi hópur hundaeigenda sem hafði sig mest í frammi í þessu máli sé eitthvað verulega andlega brenglaður.
Hundurinn Lúkas á lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei ekki eigandann því hann fór rétta leið, kærði einungis til lögreglu eftir að vitni höfðu gefið sig fram, það ætti frekar að kæra þessi tvö vitni!
katikal, 16.7.2007 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.