Hringnum lokað ?

OK, nú held ég að allir utan svokallaðs Stór-Reykjavíkursvæðis séu búnir að senda frá sér fréttatilkynningar og væla yfir kvótaskerðingu.  Ég reyndar bíð eftir yfirlýsingu frá Seltjarnarnesbæ, þeir eru svoldið sér á parti.

Hver var það sem ákvað að breytingar í fiskistofum þýddu sjálfkrafa "mótvægisaðgerðir" ?  Umræddar "mótvægisaðgerðir" virðast reyndar vera eitt orðið enn yfir órökstuddan en úthugsaðan tilflutningur fjármagns frá höfðuborgarsvæðinu.

Hinn "skeleggi" fyrrum samgögnuráðherra Sturla telur nú ekki einu sinni að Reykvíkingar hafi nokkuð að gera með höfn.  Hvers vegna eigum við þá að blæða peningum þegar einhverjum fiskistofnum gengur illa að fjölga sér vegna ofveiði einhverra annarra ?


mbl.is Segja neyðarástand blasa við í sjávarbyggðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband