Upplýsingatækni eflis

Fjölgun fyrirtækja í upplýsingatækni og mikil fjölgun starfa í greininni er staðreynd.  Hins vegar er hvorugt stjórnvöldum að þakka.

Þessi grein hefur aldrei átt upp á pallborðið hjá íslenskum pólitíkusum þar sem þetta er hvorki landbúnaður né sjávarútvegur. 

Og meira að segja ekki stóriðja.

Nærsýnir alþingismenn skilja ekki út á hvað nútíma upplýsingatækni gengur og hafa því misst af fjölda tækifæra til þess að efla greinina og fá hingað verkefni erlendis frá.

Bankarnir þurfa á öflugri upplýsingatækni að halda og skilja því mikilvægið.  Stjórnmálamenn virðast reyndar upp til hópa ekki heldur skilja hvað bankarnir eru að gera þannig að það er trúlega ekki von á neinu úr þeirri átt.


mbl.is Fyrirtækjum í upplýsingatækni fjölgar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband