18.4.2007 | 20:40
Ákaflega sorglegt
Mikill missir er af þessum húsum og þó sérstaklega húsinu sem skemmtistaðurinn Pravda var í en það hús á sér langa og merka sögu (amk framan af).
Hvernig stendur á því að hvorki ríki né borg sá sóma sinn í að halda við slíkum menningarverðmætum ? Erum við Íslendingar búnir að missa alveg sjónar á menningarlegum verðmætum í nýjungagirni og "fjölmenningu" ?
Talið að eldurinn hafi kviknað út frá ljósum í söluturni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem væri enn sorglegra og væri gert með miklum ákafa væri að byggja þarna eitthvað frammúrstefnulegt húsbákn eftir einhvern sjálfumglaðan arkitektinn. Ég er líka viss um að þeir voru margir "athafnamennirnir" sem sátu sveittir í símanum að redda sér díl þegar fréttir tóku að berast af brunanum.
Egill Harðar (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.