Meirihluti VG hlynntur strangari reglum !

Hvað skyldi æðstipresturinn Steingrímur segja við þessum tíðindum ?  Er hin svokallaða "fjölmenningarstefna" ekki í takti við skoðanir meirihluta flokksmanna ? 

Gæti kannski verið að Íslendingar almennt séu ekki eins spenntir fyrir því að fella niður eigin siði og venjur og stjórnmálamenn halda ?  Er kannski möguleiki að öll umræðan um rasisma og fordóma sé einfaldlega lýðskrum fámenns hóps ? 


mbl.is Meirihluti hlynntur hertum reglum um landvist útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Góðar spurningar! Ég held því reyndar fram, að þessi skoðanakönnun sé könnun um ekki neitt! Hverjar eru nákvæmlega þær reglur og lög sem gilda um dvalaleyfi til útlendinga? Veist þú það? Ég verð að viðurkenna að ég veit það ekki og leyfi mér að halda því fram, að flestir sem þátt tóku í könnuninni viti jafn lítið um þetta málefni og ég! Þess vegna var þetta könnun um ekki neitt! Ég mundi treysta mér til að taka þátt í t.d. skoðanakönnun um umferðarreglur og lög, sem ég á að þekkja, en ekki um lög og reglur sem ég veit ekkert um! Ég vil benda þér á að þú misskilur nú eitthvað í sambandi við fjölmenningarstefnuna, viljandi eða óviljandi, ef þú heldur að hún þýði að Íslendingar eigi/þurfi að leggja niður eigin siði og venjur. Það þarf hinsvegar ekki fjölmenningarhyggju til að "menga" menningu okkar "molbúanna". Kaupahéðnar og veitingamenn sjá til þess. Ef maður væri aðeins ruglaðri heldur en maður er, gæti maður þóst vera staddur í amrískri smáborg! Fyrirtækin heita flest útlendum nöfnum, aðalfæðan eru hamborgarar og pizzur, Valentine'sday er meirháttar dagur í lífi þjóðarinnar, öskudagurinn er Halloween og hvenær kemur Thanksgiving o.s.frv. Sumt sem við höldum að sé fínn íslenskur siður, einsog Þorrablót, er uppáfinding veitingamanns á Naustinu til að græða peninga, annars voru Íslendingar alveg hættir að éta þennan óæta mat, nema þá sveitamenn. Þessi sami veitingamaður innleiddi líka "körfukjúkling", sem þótti það allra allra fínasta í samkvæmislífinu á Íslandi um árabil. Hver fer út að borða á rándýran veitingastað til að borða steiktan kjúkling í dag? Í dag förum við á Kentucky Fried Chickens og étum illa matreiddan kjúlla úr plastkörfu og köllum skyndibita/junkfood! Má ekki bjóða þér súrsaðan magál?

Auðun Gíslason, 16.4.2007 kl. 13:52

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Heyrðu mig! Talandi um menningu. Íslenskan er hluti af menningu okkar, og það stór hluti af menningunni. Viltu þá ekki leiðrétta stafsetningarvilluna hjá þér hérna til hliðar. Pulsur eru ekki til í íslensku máli, hinsvegar eigum við orðið pylsur, dæmi: SS-pylsur! Takk fyrir!

Auðun Gíslason, 16.4.2007 kl. 13:57

3 Smámynd: LM

Ég er mjög meðvitaður um þetta pulsuvandamál.  Ég get bara ekki vanið mig af þessu.  Pylsa finnst mér alltaf vera eitthvað ... skrítið.

Fjölmenning eins og hún er framborin hér gerir ráð fyrir niðurbroti "múra" milli menningaheima.  Svona svipað og McDonalds.

Alveg er ég sammála þér með þorrablótin og bjánalegar erlendar nafngiftir. 

Hins vegar er mér, þrátt fyrir pulsurnar, mjög umhugað um íslenskt mál.  Íslenskan verður ekki lengi við lýði í viðbót með þessu áframhaldi.

LM, 16.4.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband