11.4.2007 | 10:00
Sorpa í skítnum
Sorpumenn ættu nú líka að horfa í eigin barm. Þjónustan er fram úr hófi léleg, afgreiðslustöðum fækkar og nú þarf maður að borga fyrir að fá að henda rusli hjá þeim !
Ég held ég myndi nú samt frekar halda ruslabrennu úti í garði en að sturta þessu fyrir framan hjá þeim.
Það er nefnilega svo helvíti langt í næstu stöð !
Afgreiðslutími Sorpu ekki virtur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held nú að starfsmenn sorpu ráði litlu þar um hvort og hvaða farmar þarf að greiða fyrir. Það eru sveitarfélögin sem reka stöðvarnar og kannski má útlista gjaldtöku á þá vegu að um skatt sé að ræða. Rök sveitafélaga hins vegar er á þá vegu að um úrvinnslugjald sé að ræða, því það sé ekki innifalið í kaupverði er hluturinn er keyptur. Hvað varðar þjónustuna, þá eiga þeir að halda stöðvunum gangandi en ekki beinlínis þjónusta fólk,- meira leiðbeinanda starf um að ræða. Menn verða einnig að gera sér grein fyrir umfangi stöðvana. En það fara um 700 1200 bifreiðar á dag um þær. Það gæti þýtt 2500 manns á dag.
Sinalco, 11.4.2007 kl. 10:32
Ég er sammála sinalco, það þýðir ekki að rífast við starfsmenninaá þjónustustöðvum Sorpu frekar en kassafólkið í Bónus.
Og sorpflokkun er nú ekki það erfið að maður geti ekki skilað þessu á rétta staði, reyndar eru starfsmennirnir hérna í Ánanaustum flestir boðnir og búnir að hjálpa t.d. með þunga hluti.
sorpflokkun er samfélagsleg ábyrgð með hagsmuni framtíðarinnar í huga!
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 11.4.2007 kl. 12:27
Það er rétt að taka fram að ég hef ekkert við starfsfólk Sorpu að athuga, mér finnst það léleg þjónusta fyrirtækis að loka starfssemi sinni í stærsta hverfi borgarinnar og vera ekki með rýmri opnunartíma.
LM, 11.4.2007 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.