Nauðbeygðir virða þeir lög

Ögmundur Jónasson, sem er í stjórn umrædds sjóðs, lét hafa eftir sér í fyrra þegar Jafnréttisráð gagnrýndi það að sjóðurinn styrkti eingögnu konur vegna fæðingarorlofs að "... þessu yrði ekki breytt meðan hann réði", virðist annað hvort vera búinn að missa völdin eða stefnuna.  Ögmundi er, líkt og félaga hans Steingrími J., slétt sama um hvað stendur í lögum (sem reyndar eru sett af Alþingi þar sem þeir báðir eiga sæti).  Þeir telja sig óbunda af landslögum nema þegar harmonera við þeirra eigin skoðanir.  Jafnrétti kynja er greinilega ekki ofarlega í huga Ögmundar nema núna rétt fyrir kosningar. 

Það að sjóður undir stjórn þriggja stórra verkalýðsfélaga skuli hafa hundsað lög og álit bæði Umboðsmanns Alþingis og Jafnréttisráðs í mörg ár er ótrúlegt og furðuleg tímaskekkja.  Trúlega segir það þó meira um stjórn þessara verkalýðsfélaga en margir vita. 

Það er greinilega brýn þörf á endurnýjun í þeim stólum ...


mbl.is Horfið frá tekjutengdum fæðingarorlofsgreiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband