16.2.2007 | 15:29
Gríman fellur
Hvað eru Stígamót að skipta sér af klámkaupstefnum ? Ég hélt að Stígamót væru samtök sem aðstoðuðu fólk sem hefur orðið fyrir heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi eða ámóta. Þetta er greinilega misskilningur. Þetta er einhvers konar gjörgæsludeild femínista. Sem skýrir af hverju það heyrðist ekki múkk í þeim varðandi Breiðuvíkurmálið.
Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja, þá held ég að þú ættir að kynna þér starfsemi Stígamóta betur kalli minn. Í fyrsta lagi hafa Stígamót tjáð sig heilan helling vegna Breiðavíkurmálsins. -Og svona þér að segja, þá eru Stígamót samtök sem vinna gegn kynferðisofbeldi í hvaða mynd sem er og það er þeim jafn ómögulegt og mér að greina milli sifjaspella, nauðgana, kláms og vændis. Allt eru þetta birtingamyndir kynbundins ofbeldis. Like it or not!
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 16:02
Sóley, ég skil þetta með nauðganir, mannsal, vændi gegnum þriðja aðila, birtingamyndir frelsissviftingar og ofbeldis. En þetta með klámið og vændi þar sem einstaklingurinn selur líkama sinn (má segja að sé einyrki), hvað ef við erum að tala um einstaklinga sem fara í klámið og vændið til að vinna fyrir sér og leggja e.t.v. aðrar áherslur og meiningar en þú, hvar stöndum við þá? Eins mikið og ég virði manneskjuna og einstaklingstilveruna þá fer nett um mann við svona "like it or not" staðhæfingar, ég t.d. myndi ekki líða þér að segja mér hvernig ég á að ráðstafa líkama mínum, like it or not.
Magnús (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 16:21
Ég var nú að skoða síðuna hjá þeim áður en ég skrifaði þetta og þessi stefna sem þú lýsir er ekki sýnileg þar. Lýsingarorðið "kynbundið" þýðir nú einfaldlega "kven", alla vegana virðist það aldrei notað þegar verið er að ræða um karlmenn. Hvers vegnar starfa engir karlmenn hjá Stígamótum ? Er ekki jafnréttisáætlun í gangi þar ??
LM, 16.2.2007 kl. 16:30
Klám er ólöglegt samkvæmt íslenskum lögum. Skiptir svo miklu hver vekur athygli á því?
HH (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.