31.1.2007 | 22:26
Tónlistarverðlaun - fyrir hvern ?
Íslensku tónlistarverðlaunin eru á einhverjum verulegum villigötum. Ekki það að Lay Low var eflaust ágætis kandídat til helstu verðlauna. Það sem er furðulegt eru verðlaunaflokkarnir. Hvaða ástæða er fyrir því að hafa flokkana Popp og Dægurtónlist ? Er það ekki sami hluturinn ? Er dægurtónlist bara svo hægt sé að verðlauna Bó ? Svo er einn flokkur undir Rokk og Jaðartónlist en þar eru bara veitt verðlaun fyrir plötu ársins. Hins vegar er heil kategoría undir djass. Hvað skyldu margar djassplötur vera gefnar út á ári ? Hvers vegna á sá sem gefur úr djassplötu mörgum sinnum meiri möguleika á verðlaunum en sá sem gefur út rokkplötu ? Og hvað er þetta annar með að hafa rokk í flokki með jaðartónlist ?? Gjörsamlega út í hött !
Lay Low sigurvegari íslensku tónlistarverðlaunanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var frábær þáttur. Mismunandi flokkar vegna þess að það hér voru nokkrar kynslóðir frábærra tónlistarmanna. Við sem eldri erum fílum Bó. Annars finnst mér Lay Low frábær líka og átti skilið verðlaun fyrir að slá í gegn algerlega á eigin forsendum, var ekki búin til eins og tíðkast með suma söngvara.
Allar kynslóðir ættu að fíla Þorlákstíðir og klassíska tónlist. Frábært!!! Kveðja.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 1.2.2007 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.