Færsluflokkur: Bloggar

Sigur þröngsýni og fordóma

Hvað er að gerast í þessu landi okkar ?  Eiga öfgamenn að fá að vaða uppi með hótanir og neyða stjórnvöld og fyrirtæki til að lúta pólitísku valdi ? 

Þetta er svartur dagur í sögu íslensks persónufrelsis.


mbl.is Hætt við klámráðstefnu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur sofandaháttur !

Hafa þeir sem bera ábyrgð á öryggismálum hjá Mogganum aldrei heyrt um dulkóðuð lykilorð ?  Nú til dags dettur engum í hug að skrifa lykilorð í plaintext í gagnagrunn.  Eða svo hélt ég.  Þetta sýnir bara hvaða metnað þeir hafa í bloggmálum.  Ég hélt nú satt að segja að hann væri meiri en þetta.
mbl.is Lykilorð sýnileg á blog.is fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mr. M

Ásgeir Karlsson er .... M

Hver ætli sé Q ?


mbl.is Flytjast á milli starfa hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríman fellur

Hvað eru Stígamót að skipta sér af klámkaupstefnum ?  Ég hélt að Stígamót væru samtök sem aðstoðuðu fólk sem hefur orðið fyrir heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi eða ámóta.  Þetta er greinilega misskilningur.  Þetta er einhvers konar gjörgæsludeild femínista.  Sem skýrir af hverju það heyrðist ekki múkk í þeim varðandi Breiðuvíkurmálið.
mbl.is Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfiðar yfirheyrslur

Ætli dómarinn hafi líka komið með gögn í Bónuspoka ?
mbl.is Dómari stöðvaði skýrslutöku saksóknara í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andleg veikindi lögð að jöfnu líkamlegum

Er ekki bara mjög lógískt að leggja andleg veikindi að jöfnu líkamlegum þegar kemur að líknardrápum ?  Menn geta verið með eða á móti líknardrápum en ég hélt að nú í upphafi 21. aldarinnar væri orðinn almennur skilningur á að andlegir sjúkdómar væri jafn alvarlegir og íþyngjandi og líkamlegir.
mbl.is Andleg veikindi lögð að jöfnu við líkamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistarverðlaun - fyrir hvern ?

Íslensku tónlistarverðlaunin eru á einhverjum verulegum villigötum.  Ekki það að Lay Low var eflaust ágætis kandídat til helstu verðlauna.  Það sem er furðulegt eru verðlaunaflokkarnir.  Hvaða ástæða er fyrir því að hafa flokkana Popp og Dægurtónlist ?  Er það ekki sami hluturinn ?  Er dægurtónlist bara svo hægt sé að verðlauna Bó ? Svo er einn flokkur undir Rokk og Jaðartónlist en þar eru bara veitt verðlaun fyrir plötu ársins.  Hins vegar er heil kategoría undir djass.  Hvað skyldu margar djassplötur vera gefnar út á ári ?  Hvers vegna á sá sem gefur úr djassplötu mörgum sinnum meiri möguleika á verðlaunum en sá sem gefur út rokkplötu ?  Og hvað er þetta annar með að hafa rokk í flokki með jaðartónlist ??  Gjörsamlega út í hött !
mbl.is Lay Low sigurvegari íslensku tónlistarverðlaunanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyri City ??

Hvernig er hægt að verða Slow city ef byggðakjarninn nær því bara að vera bær.  Er þetta þá slow town ?  Reyndar hélt ég að Akureyri væri alveg nógu slow fyrir, þyrfti enga alþjóðaviðurkenningu á því.
mbl.is Markvisst dregið úr hraða og streitu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti í forsætisráðherraleik

Óli hefur greinilega ekki enn komist yfir það að verða aldrei forsætisráðherra.  Nú á bara að telja Indverjum trú um að hann, Óli sjálfur, ráði öllu og sé the main man in Iceland.  Þetta er ansi barnaleg valdabarátta.


mbl.is Forseti sækir umboð sitt til þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húgó sem ekki er púkó

Gaman að hafa svona karakter sem þorir að standa upp í hárinu á Kananum.  Fyndið hvað hann fer mikið í taugarnar á þeim
mbl.is Chavez hótar að reka sendiherra Bandaríkjanna heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband