Færsluflokkur: Bloggar
3.9.2007 | 13:01
Sturlungaaldarhúsbrot
Svona á að gera þetta !
Einhver lýður brýst inn til þín og þú tekur á móti þeim með saxið á lofti.
Skuldarinn var bara heppinn að þetta var ekki skógarhöggsöxi ...
Klauf nef árásarmanns með saxi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 21:33
Hinir fjölmörgu Ögmundar
Hvaða Ögmundur skyldi hafa "fengið inn á borð til sín" þennan ráðningarsamning ?
Var það Ögmundur alþingismaður ? Varla.
Var það Ögmundur, formaður þingflokks VG ?
Kannsi Ögmundur, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins ?
Eða var það Ögmundur, formaður BSRB ??
Er ekki kominn tími til að Ögmundur, sá sem er Jónasson, fari að ákveða hvaða hlutverk hann ætlar sér í lífinu ?
Það að vera þingmaður og formaður BSRB fer bara ekki saman.
Og það að vera þingmaður og stjórnarmaður LSR fer alls ekki saman og er reyndar mjög vafasamt.
Ef Ögmundur ætlar að halda áfram að vera vinur litla mannsins og varðhundur á Alþingi á hann að segja sig úr hinum störfunum.
Annars er ekkert mark á honum takandi ...
Ögmundur Jónasson: Full ástæða til að athuga hvort réttindi sjúkrahússtarfsmanna séu virt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 14:17
Hin raunverulega ályktun Steingríms og hinna hrúðurkellinganna
Vinstrihreyfingin grænt framboð sendi í dag frá sér ályktanir sem samþykktar voru á flokksráðsþingi flokksins, sem staðið hefur yfir á Flúðum um helgina.
Ályktunin er eftirfarandi :
"Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill að öll hin hörmulega einkavæðing ríkisfyrirtækja sem staði hefur yfir undanfarin ár verði dregin til baka. Ríkið kaupi Búnaðar- og Landsbanka aftur ásamt sjóðum þeim er mynduðu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins.
Síminn verði keyptur aftur sem og Pósturinn og afgreiðslutími Landsíma á landlínum verði amk. vika eins og áður var.
Tekin verði upp innflutningshöft á helstu munaðarvöru (bíla, sápu og öll matvæli með næringargildi yfir 50 kkal/100 gr.)
Seðlabankanaum verði skipað að taka upp fastvaxtastefnu og gengi krónunnar verði handstýrt þaðan. Einnig er lagt til að skoðað verði að taka upp skömmtun á gjaldeyri enda óþolandi að fólk geti eytt gjaldeyrisforðanum í munaðarvöru.
Láglaunastörfum verði fjölgað verulega á næstu árum þannig að minna verði af ríku pakki í þjóðfélaginu. Þó skal gæta þess að karlmenn verði ávallt í meirhluta þeirra lægts launuðu."
Flokksráð VG ályktar um OR og almannaþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 23:16
Steingerður Steingrímur
Það er nú ekki eins og Steingrímur J. hafi verið ímynd hins framsýna 21. aldar stjórnmálamanns fyrir síðustu kosningar.
En núna er alveg greinilegt að Steingrímur er endanlega búinn á því. Hann virðist alveg úr tengslum við raunveruleikann, er að berjast við vindmyllur sem eru öðrum löngu horfnar.
Það er alltaf sorglegt þegar menn þekkja ekki sinn vitjunartíma, vona að Steingrímur átti sig fljótlega á ástandinu og yfirgefi sviðið.
Steingrímur: Hlutverk VG að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 15:55
Fréttastofa Framsóknar
Hvað er framsókn að vilja uppá dekk hjá Stöð 2 ?
Ætli sé von að fleiri atvinnulausum frömmurum í fréttamennsku ?
Jónína Bjartmarz gæti t.d fjallað um innflytjendamál ...
Steingrímur: Ekki pólitísk ástæða fyrir uppsögn Þóru Kristínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2007 | 11:06
Hugarfar kvenna veldur launamun kynjanna
Ef konur mæta til leiks með hugmyndir um lægri laun en karlar þá er nú ekki nema eðlilegt að þær séu með lægri laun er karlar.
Þetta er ekki mjög flókið samhengi og ætti að vera skiljanlegt flestum.
Þetta þýðri líka að það er alveg sama hversu mörg vinstrigræn boð og bönn verða sett, hlutfall milli launa kvenna og karla breytast ekki neitt fyrr en konur fara að biðja um hærri laun.
Lausnin er bara hugarfarsbreyting hjá konum, ekkert flóknara.
Danskar konur gera ráð fyrir lægri launum en karlar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2007 | 22:41
Aldrei vanmeta mátt heimskunnar
Hvaða snillingur skrifaði (þýddi) þessa frétt ?
"Blogger undir árás ..." Þetta er ekki íslenska. Það er enginn "undir árás" hérna.
"Illskeyttir tölvuþrjótar setja nú falsaðar færslur inn á blokksíður vefumsjónarkerfisins Blogger."
Hvað er "blokksíða" ??
Það mætti halda að þessi frétt hafi verið þýdd af Makkanotanda ...
Blogger undir árás tölvuþrjóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2007 | 19:50
Verktakar 1 - Villi 0
Enn og aftur þarf hinn villti Villi borgarstjóri að éta ofan í sig vanhugsaðar yfirlýsingar.
Samningar um kaup á brunarústinni mistókust og nú eru verktakar sjálfsagt samankomnir í rykmettuðum bakherbergjum að plana einhvern megaglerturn á lóðinni.
Villi ætti kannski bara að þegja ef hann getur ekki staðið við það sem hann segir
Austurstræti 22 rifið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 19:46
Máttleysi
Leigubílavandinn í miðborginni snýst ekki um að leigubílar vilji ekki leggja þar sem villtatryllta Villa er þóknanlegt.
Það eru alltof fáir leigubílar í umferð, það er helsti vandinn.
Fjölgun leigubílaleyfa er ekki á borði Borgarinnar heldur samgönguráðherra.
En hann er eins og við vitum með hugann við helstur samgöngubót 21. aldarinnar, Héðinsfjarðargöngin.
Efnt til samráðs við leigubílstjóra um akstur í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 12:53
Netlöggurnar - svona líta þær út
Kínverska netlöggna hefur sem kunnugt er sett upp tvær mjög svo ógnvekjandi grílur til þess að hrella netnotendur þar í landi halda þeim á "réttri" braut.
Xang Yu, netofbeldismaður, segir hræðast nýju sýnargrílurnar mjög : "Ég er alveg hættur að skoða óæskilegar vefsíður eftir að þessar nýju netlöggur komu. Ég vil alls ekki lenda í þeim."
Netlöggurnar eru sérvaldar úr stóru safni ógnvekjandi kommúnistamynda.
Svona líta netlöggur Kínverska Alþýðulýðveldisins út :
Sýndarlögreglumenn halda uppi eftirliti á kínverskum vefsíðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)