Sýndarmennska bitnar á ríkisstarfsmönnum

Sniðugt hjá Geira að fara fram á lækkun launa ríkisstarfsmanna.  Eða þannig.

Viss um að ríkisforstjórar verða mjög glaðir með þessa launalækkun.  Þeir eru búinir að vera í skásta falli hálfdrættingar á við kollega þeirra í einkageiranum undanfarin ár og eiga nú að taka á sig lækkun vegna mistaka þeirra og mistaka stjórnmálamanna.

Svo ætla alþingismenn að leyfa sér að halda áfram sérréttindum í lífeyrismálum.  Hvers vegna eru þingmenn of góðir fyrir LSR (Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins) ?  Hvaða (duldu) hæfileikar þingmanna gera það að verkum að þeir eigi skilið mörgum sinnum hærri lífeyrisréttindi en allir aðrir ?

Auðvitað á að fella þessi sérréttindi úr gildi ekki seinna en strax og senda allt stóðið í LSR. 


mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér

Birgitta (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband